Nýlega kom Ægir Finnsson inn í eigendahóp Kaliber.  Með honum kemur mikil reynsla og þekking sem kemur til með að víkka út starfssemi fyrirtækisins til muna.

Ægir hefur starfað sem forritari og kerfisstjóri síðustu 15 ár ásamt því að hafa starfað sem verktaki hjá Advania, Tal, 365 og öðrum stærri upplýsingatækni-fyrirtækjum landsins.

Við óskum Ægi til hamingju og bjóðum hann velkominn í hópinn.