Í samstarfi við frábæran hóp hefur Kaliber sett í loftið hugbúnaðinn myParking.is – en hugbúnaðurinn er til stýringar og gjaldtöku á bílastæðum og öðrum afmörkuðum svæðum þar sem rekstaraðilar geta innheimt fyrir þjónustu sína ásamt því að vera í leiðinni öflugt eftirlits og greiningartól sem býður upp á fjölmarga aðra eiginleika.

Lausnin er sjálfvirk og sett upp sem opin útfærsla af bílastæði þar sem m.a. ferðamaðurinn þarf ekki að stöðva í hliði til að ganga frá greiðslu fyrir heimsóknina.

Kynnið ykkur nánar hugbúnaðin á myparking.is eða heyrið í okkur í síma 519 1515