Avalonia hefur fengið nýtt nafn en nú heitum við KALIBER.  Athugið að kennitalan er sú sama. Fyrirtækið hefur líka fengið liðsstyrk,  Ægir Finnson og Óskar Ragnarsson.   Báðir eru þetta miklir reynsluboltar með mikla þekkingu á gagnagrunnsvinnslu og smíði sérlausna og Appa. Þeirra þekking bætir miklu við starfsemi KALIBERS. Margir viðskiptavinir hafa bæst við á árinu,  bæði stórir sem smáir. Það er greinilega mikill hugur í fyrirtækjum að nýta sér allt það sem ný tækni í vef og hugbúnaðarlausnum hefur uppá að bjóða.  Við hlökkum til að takast á við ný verkefni með nýju fólki og betri þjónustu.

Fh. Starfsfólks KALIBER
Ársæll Baldursson framkvæmdastjóri.