Vefverslanir

Ert þú við fjölförnustu verslunargötuna?

Vefverslun á Íslandi er heldur betur að taka við sér. Nýlegar rannsóknir sem Rannsóknarsetur verslunarinnar gerði í byrjun desember 2015 og var unnin fyrir Samtök verslunar og þjónustu sýnir verslun á netinu hefur aukist um 50 til 80% milli ára. Þetta kemur okkur á Kaliber ekki á óvart.

Við heyrum frá okkar frá viðskiptavinum að fólk skoðar vörurnar fyrst á heimasíðum og í vefverslunum áður en það fer og kaupir vöruna. Við sjáum líka að þau fyrirtæki sem leggja metnað í vefverslanir með góðum upplýsingum og myndum, ná árangri. Landsbyggðin er fyrir löngu búin að taka við sér og verslar nú grimmt á netinu.

Beintenging við birgðakerfi

Hjá Kaliber starfa sérfræðingar í að tengja saman margskonar kerfi til að vefverslanir getið þjónað sínum tilgangi fullkomlega. Kaliber tengir vefverslanir við  kerfi eins og Navision,  AS400,  LS Retail ofl.  Kaliber hefur lausnir fyrir vefverslanir eða vörubirtingar af öllum stærðum og gerðum.

Fjöldi greiðsluleiða

Kaliber hefur mikla reynslu í að tengja vefverslanir við aðila í greiðslukortaþjónustu. Þegar fyrirtæki hefur ákveðið við hvaða greiðslukortaaðila það við eiga viðskipti við klárum við tengingar og prófanir þannig að viðskiptavinir geti verslað örugglega eftir þeim leiðum sem boðið er uppá.

Aðgengilegt öllum

Rannsóknir sýna að meira en 97% netnotenda skoða vörurnar á netinu áður en þeir fara í verslunina  og kaupa vöruna.   Þetta sýnir mikilvægi þess að varan og eða verslunin finnist á netinu.   Við hjá Kaliber höfum reynslu og þekkingu í að koma vörum á framfæri þannig að markaðsetningin  beri árangur. Við vitum einnig að í síbreytilegum heimi tækninnar er mikilvægt að fylgjast með þróuninni.  Við viljum vera í fremstu röð þegar kemur að því að velja sérfræðinga á þessu sviði til samstarfs.

Nokkrar af vefverslunum okkar